Fréttir

Fleiri flytja frá höfuðborgarsvæðinu til Vesturlands en öfugt

Í ágúst fluttu 253 íbúar á Vesturlandi á milli lögheimila. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Flestir þeirra, eða 173 íbúar, fluttu á milli húsa á Vesturlandi. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 44, á Suðurnes fluttu 5, til Vestfjarða 3, á Norðurland vestra fluttu 2, til Norðurlands eystra fluttu 9, til Austurlands voru það 2 og 14 íbúar á Vesturlandi fluttu til Suðurlands í ágúst.