Fréttir

true

Starfsárið hefst í kvöld hjá Kalman tónlistarfélagi

Halli Guðmunds og Club Cubano verða á fyrstu tónleikum haustsins hjá Kalman – tónlistarfélagi Akraness og flytja lög af nýútkominni plötu „Live at Mengi.“  Tónleikarnir verða í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. september. Haraldur Ægir Guðmundsson, eða Halli Guðmunds, er mörgum Skagamönnum kunnur en hann bjó á Akranesi um tíma og hóf sinn atvinnutónlistarferil þar. Halli hefur…Lesa meira

true

Boðar afturköllun alþjóðlegrar verndar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Því er ætlað að veita stjórnvöldum heimild til að afturkalla alþjóðlega vernd þegar útlendingur hefur framið alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Þá er lagt til að hin séríslenska 18 mánaða regla verði afnumin.…Lesa meira

true

Nokkur óhöpp urðu í vikunni

Fiskkör féllu af flutningabifreið á Akrafjallsvegi í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu urðu ekki slys á fólki en hreinsa þurfti vettvang vegna slors. Bifreið hafnaði utanvegar á Snæfellsnesi. Ökumaður taldi sig hafa sofnað með þessum afleiðingum, hann slasaðist ekki. Þá rann mannlaus bifreið af stað og hafnaði inn í garði á Snæfellsnesi, ekki urðu…Lesa meira

true

Haustlægð á föstudaginn færir okkur úrhelli

Útlit er fyrir vonskuveður um nær allt land á föstudaginn, víða allt frá fimmtudagskvöldi og til aðfararnætur laugardags. Veðurstofan hefur því gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms og úrkomu í öllum landshlutum að norðanverðum Vestfjörðum undan skyldum. Vatnavextir gætu orðið í ám og lækjum og mögulega staðbundin flóð sem gætu truflað umferð. Þegar…Lesa meira

true

Með tvö börn á leikskólaaldri laus í bílnum

Lögregla á Vesturlandi hafði afskipti af 82 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Þar af mældist einn ökumaður á um 90 km/klst. hraða innanbæjar í Borgarnesi þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot hjá 315 ökumönnum mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Afskipti voru höfð af fimm ökumönnum vegna bílbelta.…Lesa meira

true

Brim gerir tilboð í kaup á öllu hlutafé í Lýsi hf

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar áformunum Brim hf. hefur gert bindandi tilboð í kaup á öllum hlutabréfum í Lýsi hf. Kaupverðið er 30 milljarðar króna. Kaupin eru háð samþykki stjórna beggja félaganna, þ.e. hluthafafundar Brims og Lýsis hf. auk Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar mun kaupverðið greiðast að jöfnu með hlutafé í Brimi og í reiðufé.…Lesa meira

true

Þriðji flokkur Víkings spilar til úrslita

Það var glæsilegur árangur drengjanna í c- liði 3. flokks Víkings Ólafsvík í gær. Liðið burstaði Breiðablik 5-1 á útivelli. Mörk Víkings skoruðu þeir Brynjar Þór Ásgeirsson tvö mörk, Svavar Alfonsson tvö mörk og Haukur Ragnarsson eitt. Þetta þýðir að framundan er hreinn úrslitaleikur um efsta sæti c riðils. Mótherjarnir verða Fram. Leikurinn verður spilaður…Lesa meira

true

Breyting á dagskrá Starfamessu

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns eru starfamessur framundan í þremur framhaldsskólum á Vesturlandi. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Þar gefst íbúum, fyrirtækjum og ungu fólki tækifæri til að tengjast og kynna sér störf og menntun á svæðinu. Starfamessurnar verða þrjár hér á Vesturlandi en nú hefur orðið breyting á tímasetningu…Lesa meira

true

Jól í skókassa til barna í Úkraínu

Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að öll börnin fái svipaðar jólagjafir eru ákveðnir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru…Lesa meira

true

Afhjúpuðu minningarskjöld um konuna sem lá úti

Kristín Kjartansdóttir á Sigmundarstöðum lá lærbrotin úti í á þriðja sólarhring á Þorranum 1949 Síðdegis á sunnudaginn var haldin lítil athöfn í landi í Sigmundarstaða í Hálsasveit, skammt vestan við landamerkin að Stóra Ási. Skjöldur var afhjúpaður á steini til minningar um atburð sem þar átti sér stað á Þorranum 1949 þegar 79 ára kona…Lesa meira