
Lið 3. flokks spilar nú til úrslita á Íslandsmótinu. Ljósm. af
Þriðji flokkur Víkings spilar til úrslita
Það var glæsilegur árangur drengjanna í c- liði 3. flokks Víkings Ólafsvík í gær. Liðið burstaði Breiðablik 5-1 á útivelli. Mörk Víkings skoruðu þeir Brynjar Þór Ásgeirsson tvö mörk, Svavar Alfonsson tvö mörk og Haukur Ragnarsson eitt. Þetta þýðir að framundan er hreinn úrslitaleikur um efsta sæti c riðils. Mótherjarnir verða Fram. Leikurinn verður spilaður á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn.
Það er því skammt stórra högga á milli hjá Víkingi. Karlalið meistaraflokks leikur á Laugardalsvelli til úrslita við Tindastól á föstudaginn í fotbolti.net bikarnum. Þá geta strákarnir í þriðja flokki lyft bikar á sunnudaginn. Um að gera að mæta á þessa leiki og hvetja til dáða.
