Fréttir

true

Sjávarflóðin síðasta vetur ekki umfram hönnunarviðmið

Sjávarflóðin sem urðu veturinn 2024-2025, meðal annars á Akranesi, hafa samkvæmt mælingum líklega 50-100 ára endurkomutíma. Þrátt fyrir að þau hafi valdið tjóni eru þau ekki talin umfram hönnunarviðmið þeirra varnarmannvirkja sem reist hafa verið. Hækki viðmið um endurkomutíma við hönnun sjóvarna eykst kostnaður við mannvirkin verulega. Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra…Lesa meira

true

Áfram unnið að átaki í uppbyggingu smávirkjana

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stefnir að því að kynna í haust afrakstur vinnu við átak í uppbyggingu smávirkjana. Þetta kemur fram í svari hans á Alþingi við fyrirspurn Ólafs Adolfssonar. Ólafur spurði ráðherra hvernig miði vinnu við átak í uppbyggingu smávirkjana í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila sem kynnt var af fyrrverandi…Lesa meira

true

Komið gæti til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi á miðvikudaginn

Í tilkynningu sem var að berast frá Rarik kemur fram að komið gæti til rafmagnstruflana á öllu Snæfellsnesi, frá Álftafirði að Fíflholtum, miðvikudaginn 10. september frá klukkan 07:00 til 20:00 vegna vinnu Landsnets á Vegamótum. Verður svæðið keyrt í eyjarekstri á varaafli á meðan. Svæðið sem um ræðir er á meðfylgjandi korti, en nánari upplýsingar…Lesa meira

true

Sviptur strandveiðileyfi í þrjár vikur á næsta ári

Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Mugg SH-505 leyfi til strandveiða í þrjár vikur frá og með gildistöku næsta strandveiðileyfis vegna brota á lögum og reglum um stjórn fiskveiða. Málsatvik eru þau að Muggur SH-505 fékk strandveiðileyfi sem tók gildi 5. maí 2025 og fór báturinn 31 strandveiðiferð á vertíðinni í sumar. Við eftirlit Fiskistofu kom í…Lesa meira

true

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti 739 milljónir ungmenna og fullorðinna um allan heim…Lesa meira

true

Ráðherra kynnti fyrirkomulag rjúpnaveiða

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest veiðitímabil rjúpu í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum og til og með þriðjudögum á tímabili sem ákveðið er sérstaklega innan hvers veiðisvæðis. Hér á Vesturlandi verður tímabilið frá 24. október til 2. desember. Tímabilið hefst sama dag í öllum landshlutum en…Lesa meira

true

Siðmennt kynnir fermingarfræðslu á hennar vegum

„Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að efla sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við jákvætt og uppbyggilegt hugarfar. Fræðslan byggir á húmanískum grunni og skapar vettvang fyrir fermingarbörnin til að takast á við stórar spurningar um lífið og tilveruna.…Lesa meira

true

Guðrún Ingólfsdóttir er listamaður mánaðarins

Það er mynd- og leirlistarkonan Guðrún Ingólfsdóttir sem er listamaður septembermánaðar hjá Listfélagi Akraness í ár. Akrýlverk eftir hana eru nú sýnd í Kallabakaríi við Innnesveg út mánuðinn. Guðrún er búsett á Akranesi en er frá Höfn í Hornafirði. Hún sýnir undir listamannsnafninu Gingó. Listfélag Akraness var var stofnað árið 2023 og einn þáttur í…Lesa meira

true

Káramenn unnu Vesturlandsslaginn og fjarlægðust fallsætið

Það var að duga eða drepast fyrir Kára frá Akranesi í leik gegn Víkingi í Ólafsvík í gær í annarri deildinni í fótbolta. Gengi Kára hefur verið dapurt að undanförnu en úrslitin féllu þeim í vil í gær og góður 4-2 endurkomusigur Skagaliðsins staðreynd. Það var Kwame Quee sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking…Lesa meira

true

Stórframkvæmdir ganga vel í Borgarbyggð

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur á liðnum misserum staðið í stórræðum. Stærstu einstöku framkvæmdir nú um stundir er annars vegar bygging fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi og hins vegar endurbygging skólahúss Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Samkvæmt kostnaðaráætlun eru þessi verk upp á tæpa þrjá milljarðar króna. Kostnaðaráætlun fyrir íþróttahúsið hljóðar upp á tæpar 1800 milljónir króna en skólabyggingin…Lesa meira