
Sjávarflóð á Ægisbraut á Akranesi í mars. Ljósm. Skessuhorn/ki
Sjávarflóðin síðasta vetur ekki umfram hönnunarviðmið
Sjávarflóðin sem urðu veturinn 2024-2025, meðal annars á Akranesi, hafa samkvæmt mælingum líklega 50-100 ára endurkomutíma. Þrátt fyrir að þau hafi valdið tjóni eru þau ekki talin umfram hönnunarviðmið þeirra varnarmannvirkja sem reist hafa verið. Hækki viðmið um endurkomutíma við hönnun sjóvarna eykst kostnaður við mannvirkin verulega. Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ragnhildar Jónsdóttur varaþingmanns Sjálfstæðisflokksin um aðgerðaráætlun vegna hækkandi sjávarstöðu.