Fréttir

Sviptur strandveiðileyfi í þrjár vikur á næsta ári

Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Mugg SH-505 leyfi til strandveiða í þrjár vikur frá og með gildistöku næsta strandveiðileyfis vegna brota á lögum og reglum um stjórn fiskveiða. Málsatvik eru þau að Muggur SH-505 fékk strandveiðileyfi sem tók gildi 5. maí 2025 og fór báturinn 31 strandveiðiferð á vertíðinni í sumar. Við eftirlit Fiskistofu kom í ljós að eigandi skipsins var ekki lögskráður í þeim róðrum sem farnir voru, líkt og lög kveða á um, heldur annar maður.