Fréttir
Reykir í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Ljósm. Þura Jónasar

Áfram unnið að átaki í uppbyggingu smávirkjana

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stefnir að því að kynna í haust afrakstur vinnu við átak í uppbyggingu smávirkjana. Þetta kemur fram í svari hans á Alþingi við fyrirspurn Ólafs Adolfssonar. Ólafur spurði ráðherra hvernig miði vinnu við átak í uppbyggingu smávirkjana í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila sem kynnt var af fyrrverandi ráðherra málaflokkanna á síðasta ári. Þá vildi fyrirspyrjandi einnig vita hvort Umhverfis- og orkustofnun hefði byrjað vinnu við könnun á þeim ríflega 2.500 virkjanakostum sem Orkustofnun kortlagði á sínum tíma.

Áfram unnið að átaki í uppbyggingu smávirkjana - Skessuhorn