Fréttir

true

Framkvæmdastjórinn tók út séreignasparnað sinn

Nú eru árleg tekjublöð að koma út þar sem sagt er frá tekjum fólks. Slíkt hefur jafnan verið umdeilt í ljósi þess að í einhverjum tilvikum er ekki um hefðbundnar atvinnutekjur að ræða og því villandi upplýsingar. Í einhverjum tilfellum hefur skattstjóri áætlað laun viðkomandi og svo getur fólk sem komið er yfir sextugt tekið…Lesa meira

true

Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða ekki í sjónmáli

Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar telur að vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða sé ekki í sjónmáli þar sem virkjunaráformin séu ekki innan rammaáætlunar. Þetta kom fram á fundi nefndarinnar á dögunum. Undirbúningur uppsetningar vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð hefur staðið í nokkur ár og hafa fyrirhugaðar framkvæmdir verið umdeildar líkt og flestir virkjanakostir á liðnum árum.…Lesa meira

true

Valdís Ósk er nýr formaður FKA á Vesturlandi

Félag kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi (FKA) er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu í landshlutanum. Starfsemi FKA Vesturlands hófst árið 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi. Aðalfundur FKA var nýverið haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi. Þar var Valdís Ósk Margrétardóttir, eigandi Viðburðaþjóna á Akranesi, kosin nýr formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Dr.…Lesa meira

true

Eldislax veiddist í Vatnsdalsá

Á vef Icelandic Wildlife Fund er greint frá því að síðdegis í gær veiddist eldislax í Hnausastreng í Vatnsdalsá. „Fyrir þau sem eru ekki staðkunnug þá rennur Vatnsdalsá til sjávar í Húnaflóa á Norðvesturlandi, hinum megin við Vestfjarðarkjálkann frá Haukadalsá við Breiðafjörð á Vesturlandi þar sem eldislaxarnir uppgötvuðust fyrst í síðustu viku. Þetta minnir óþægilega…Lesa meira

true

Konur af Vesturlandi unnu öll verðlaunin

Rúmlega 60 keppendur mættu á Íslandsmót 60+ í pútti sem fram fór á Ísafirði. Konur af Vesturlandi unnu til allra verðlauna sem í boði voru. Anna Ólafsdóttir í Borgarbyggð varð Íslandsmeistari á 68 höggum eftir bráðabana við Guðrúnu Kr. Guðmundsdóttur Feban. Katrín R. Björnsdóttir Borgarbyggð varð þriðja á 70 höggum. A – lið Borgarbyggðar vann…Lesa meira

true

Lokun vegna malbikunar í Melasveit á miðvikudagskvöld

Miðvikudagskvöldið 20. ágúst er stefnt á að malbika hluta hringvegarins í Melasveit, þ.e. frá Geldingaá og áleiðis að Fiskilæk. Kaflinn er um 1200 m að lengd og verður umferð á leiðinni suður send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.…Lesa meira

true

Flestir fluttu að vanda innan landshlutans

Alls fluttu 276 íbúar á Vesturlandi lögheimili sitt í júlí. Flestir þeirra fluttu lögheimili sitt innan landshlutans eða 191. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 47, á Suðurnes 13, fimm fluttu til Vestfjarða, fjórir til Norðurlands vestra, ellefu til Norðurlands eystra, einn á Austurland og til Suðurlands fluttu fjórir íbúar. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Alls…Lesa meira

true

Akranes og Borgarnes færast nær Reykjavík í fasteignaverði

Fermetraverðsmunur á fasteignum á Akranesi og í Borgarnesi og flestum öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi annars vegar og Reykjavík hins vegar hefur minnkað á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs miðað við meðaltal áranna 2021-2025. Þetta kemur fram í samantekt sem Vífill Karlsson hefur unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Samkvæmt tölunum fyrir árin 2021-2025 var fermetraverð…Lesa meira

true

Innkalla súpu vegna aðskotahlutur

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu Mexíkó súpu Krónunnar vegna aðskotahlutar sem fannst í einni sölueiningu. Fyrirtækið hefur innkallað súpuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Eingöngu er að verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu: Vörumerki: Krónan Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa Geymsluþol: Best fyrir 17.09.2025 Nettómagn: 1 l Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík…Lesa meira

true

Mikill gangur hjá Skíðasvæði Snæfellsness

Það er aldeilis búið að vera hamagangur í öskjunni á Skíðasvæði Snæfellsness undanfarin misseri. Nú eru starfsmenn Vélsmiðju Grundarfjarðar byrjaðir að reisa stálgrindina á nýja aðstöðuhúsinu en í sumar hafa iðnaðarmenn og sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum við að steypa undirstöðurnar. Húsið mun verða bylting fyrir félagið en nú verður hægt að geyma snjótroðarann við brekkuna…Lesa meira