Fréttir

true

Malbika á Melasveitarvegi á morgun

Fimmtudaginn 21. ágúst er stefnt á að malbika Melasveitarveg, báðar akreinar neðan við bæinn Skorholt. Kaflinn er um 1200 metra langur og verður lokað fyrir umferð um framkvæmdasvæðið á meðan. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar munu standa frá 08:00 til 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst. „Vegfarendur eru beðnir um að…Lesa meira

true

Framhaldsskólarnir allir að hefja starfsemi

Síðastliðinn föstudag voru nýnemadagar í öllum framhaldsskólunum á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Skessuhorn heyrði hljóðið í skólameisturum þessara skóla eins og lesa má um í blaðinu sem kom út í morgun. Fram kemur að nú eru 914 nemendur…Lesa meira

true

Embla Dögg er íbúi ársins

Embla Dögg Bachmann var kosin íbúi ársins á nýliðnum Reykhóladögum. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins. Þar segir að Embla Dögg hafi í annað sinn verið framkvæmdastjóri Reykhóladaga og sé óhætt að segja að henni hefur farist það framúrskarandi vel úr hendi. „Hún er drífandi, lausnamiðuð og með létta lund, það virkar vel til…Lesa meira

true

Sveitarstjórnarkosningar og Eurovisjón sama dag

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki, á næsta ári. Heimildin greinir frá. Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir…Lesa meira

true

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabankans gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5% og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að verðbólga hefði verið 4% í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna…Lesa meira

true

Fjórir leikmann Skagaliða í leikbann

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í gær fjóra leikmenn liða af Akranesi í leikbann á fundi sínum. Baldvin Þór Berndsen leikmaður meistaraflokks ÍA var úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar í leik gegn Víkingi. Hann missir því af leik við ÍBV sem fram fer í Vestmannaeyjum um aðra helgi. Þá voru Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Marteinn Theodórsson…Lesa meira

true

Beint frá býli dagurinn á Erpsstöðum á sunnudaginn

Beint frá býli dagurinn verður haldinn í þriðja sinn á nokkrum stöðum hér á landi sunnudaginn 24. ágúst. Það eru Samtök smáframleiðenda matvæla og félagið Beint frá býli sem standa að viðburðinum. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja um leið fleiri til að…Lesa meira

true

Erlend netverslun eykst um fimmtung milli ára

Rannsóknasetur verslunarinnar tekur mánaðarlega saman tölur um erlenda netverslun Íslendinga. Birtar hafa verið tölur júnímánaðar og má þar sjá að enn er mikil aukning í erlendu netversluninni eða um 28% frá sama tíma í fyrra. Sé horft í aukningu frá síðasta mánuði nemur hún tæpum 6,8%. Erlend netverslun í júní nam rúmum þremur milljörðum. Þegar…Lesa meira

true

Þjóðminjasafnið býður til kaupstaðarferðar á Menningarnótt

Allsherjar bæjarhátíð verður slegið upp fyrir framan Þjóðminjasafnið í Reykjavík á Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst milli kl. 13 og 16:30. Þá verður kaupstaðarlífið á 19. öld í brennidepli, m.a. hestar glíma og þjóðdansar. Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, kynnir dagskrá hátíðarinnar. Í tilkynningu kemur fram að á dagskrá verður kynning á íslenska hestinum og mikilvægi hans,…Lesa meira

true

Ræst verður í Smalaþon Ultra 30. ágúst

Laugardaginn 30. ágúst verður haldið árlegt smalaþon. Ræst verður í hlaupið frá Háafelli í Skorradal og endað á Snartarstöðum í Lundarreykjadal. „Í boði verður Utanvega- hlaup og labb í ýmsum vegalengdum og erfiðleikastigum. Lagt verður af stað frá Háafelli um 10-11 leytið, og ef ekki allt fer í skrúfuna er heimkoma áætluð um kl. 16.…Lesa meira