Fréttir

Ræst verður í Smalaþon Ultra 30. ágúst

Laugardaginn 30. ágúst verður haldið árlegt smalaþon. Ræst verður í hlaupið frá Háafelli í Skorradal og endað á Snartarstöðum í Lundarreykjadal. „Í boði verður Utanvega- hlaup og labb í ýmsum vegalengdum og erfiðleikastigum. Lagt verður af stað frá Háafelli um 10-11 leytið, og ef ekki allt fer í skrúfuna er heimkoma áætluð um kl. 16. Heitur matur og hetjusögur í boði við heimkomu,“ segir í tilkynningu.

Ræst verður í Smalaþon Ultra 30. ágúst - Skessuhorn