
Af aðafundi FKA 2025. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir félagskona, Eyrún ritari, Valdís formaður, Halldóra fráfarandi stjórnarkona, Sólveig Hallsteinsdóttir félagskona, Margrét Birna Kolbrúnardóttir félagskona, Alexandra Ýr fyrrum formaður og Þórey Hafliðadóttir úr aðalstjórn FKA sem mætti ásamt Andreu Róbertsdóttur framkvæmdastjóra FKA. Steinunn og Gyða gátu ekki mætt á aðalfundinn. Ljósm. Andrea Róbertsdóttir.
Valdís Ósk er nýr formaður FKA á Vesturlandi
Félag kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi (FKA) er vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu í landshlutanum. Starfsemi FKA Vesturlands hófst árið 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi. Aðalfundur FKA var nýverið haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi. Þar var Valdís Ósk Margrétardóttir, eigandi Viðburðaþjóna á Akranesi, kosin nýr formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Dr. Eyrún Eyþórsdóttir grænmetisbóndi á Mýrum sem er ritari, Gyða Steinsdóttir fjármála- og skrifstofustjóri í Stykkishólmi er gjaldkeri og meðstjórnandi er Steinunn Helgadóttir framkvæmdastjóri í Stykkishólmi.