
Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra þokast áfram og í næstu viku verða haldnir fundir með sveitarstjórnum, fastanefndum og starfsfólki sveitarfélaganna. Þetta var kynnt á fundi Byggðarráðs Dalabyggðar á föstudaginn. Þá kom einnig fram að íbúafundir verði haldnir í haust og að íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaganna fari fram í fyrri hluta desember.Lesa meira








