
Ákvörðun um verndartolla frestað
Evrópusambandið hefur ákveðið að fresta ákvörðun um verndartolla á járnblendi um óákveðinn tíma. Tollarnir áttu að taka gildi á morgun. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Eins og fram hefur komið í fréttum Skesshorns hefðu tollarnir ef af hefði orðið gilt í 200 daga til að byrja með. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að óvíst sé hvenær næst stendur til að taka um þessi mál ákvörðun en líklega sé um að ræða frestun um einhverjar vikur.