
Sigurliðin í liðakeppni kvenna. Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir
Konur af Vesturlandi unnu öll verðlaunin
Rúmlega 60 keppendur mættu á Íslandsmót 60+ í pútti sem fram fór á Ísafirði. Konur af Vesturlandi unnu til allra verðlauna sem í boði voru. Anna Ólafsdóttir í Borgarbyggð varð Íslandsmeistari á 68 höggum eftir bráðabana við Guðrúnu Kr. Guðmundsdóttur Feban. Katrín R. Björnsdóttir Borgarbyggð varð þriðja á 70 höggum. A - lið Borgarbyggðar vann liðakeppnina á 212 höggum. Feban - 1 varð í öðru sæti á 215 höggum og C - lið Borgarbyggðar varð þriðja sæti á 219 höggum. Þess má geta að mótið fer fram á Akranesi á næsta ári.