
Eldislax veiddist í Vatnsdalsá
Á vef Icelandic Wildlife Fund er greint frá því að síðdegis í gær veiddist eldislax í Hnausastreng í Vatnsdalsá. „Fyrir þau sem eru ekki staðkunnug þá rennur Vatnsdalsá til sjávar í Húnaflóa á Norðvesturlandi, hinum megin við Vestfjarðarkjálkann frá Haukadalsá við Breiðafjörð á Vesturlandi þar sem eldislaxarnir uppgötvuðust fyrst í síðustu viku. Þetta minnir óþægilega mikið á hamfarirnar 2023. Þá gengu eldislaxar sem Arctic Fish lét sleppa frá sér úr sjókví á suðurfjörðum Vestfjarða fyrst í Haukadalsá áður en meirihluti þeirra æddi upp ár á Norðvesturlandi,“ segir í fréttinni sem birt er með meðfyljandi mynd.