
Myndir af svæðinu tók Tómas Freyr Kristjánsson
Mikill gangur hjá Skíðasvæði Snæfellsness
Það er aldeilis búið að vera hamagangur í öskjunni á Skíðasvæði Snæfellsness undanfarin misseri. Nú eru starfsmenn Vélsmiðju Grundarfjarðar byrjaðir að reisa stálgrindina á nýja aðstöðuhúsinu en í sumar hafa iðnaðarmenn og sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum við að steypa undirstöðurnar. Húsið mun verða bylting fyrir félagið en nú verður hægt að geyma snjótroðarann við brekkuna og svo mun gæslurými og kaffiaðstaða batna til mikilla muna.