
Lokun vegna malbikunar í Melasveit á miðvikudagskvöld
Miðvikudagskvöldið 20. ágúst er stefnt á að malbika hluta hringvegarins í Melasveit, þ.e. frá Geldingaá og áleiðis að Fiskilæk. Kaflinn er um 1200 m að lengd og verður umferð á leiðinni suður send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 miðvikudagskvöld til kl. 06:00 aðfaranótt fimmtudagsins 21. ágúst.