Fréttir

true

Tengja kerti og tónlist

Rætt við frumkvöðlana Sunnevu Dís B. Freysdóttur, Rakel Ösp Margrétardóttur og Viktoriu Korpak um verkefnið þeirra – TónLjós Nemendur í lokaáfanganum STEAM þrjú, í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi, fá tækifæri að taka þátt í keppninni JA Iceland – Ungir frumkvöðlar, sem fer fram í Smáralind dagana 4. – 5. apríl næstkomandi. Stúlkurnar þrjár; tvær úr…Lesa meira

true

Hraðhleðslustöðvar skulu færðar

Á fundi umhverfis -og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar í gær var umsókn um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar á Arnarstapa lögð fram, en einnig voru lagðar fram tillögur að staðsetningu. Skessuhorn greindi frá því í frétt 18. mars síðastliðinn að ekkert leyfi hafi verið gefið fyrir hraðhleðslustöð á þeim stað sem hún var sett upp. Umhverfis -og skipulagsnefnd leggur…Lesa meira

true

Verk Önnu Diljár mun hljóma í Hörpu

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíðar og móta þær svo að úr verði fullskapað tónverk. Verkin eru flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Upptaktur er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar og verður í Hörpu föstudaginn 11. apríl. Anna Diljá Flosadóttir er…Lesa meira

true

Snæfell jafnaði metin gegn Hamri

Snæfell tók í gær á móti Hamri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta og var leikurinn í Stykkishólmi. Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði síðastliðinn laugardag, 103-96 en Snæfell lék þá án Juan Navarro sem tók út leikbann. Hamar byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fljótlega í…Lesa meira

true

Samfylkingin mælist nú stærst í Norðvesturkjördæmi

Í þjóðarpúlsi Gallup, sem unninn var dagana 3. – 31. mars um fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis, kemur fram að á landsvísu er Samfylking nú langstærsti flokkurinn með 27% fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 22%, Viðreisn með 15%, Miðflokkurinn með 9%, Flokkur fólksins með 8%, Framsókn með 6% og Sósíalistar með 5%. Píratar mælast með 4% og…Lesa meira

true

Fleiri vildu kaupa mjólkurkvóta en selja

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í gær, 1. apríl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 27 gild tilboð um kaup og sölutilboð reyndust 23. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 411 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr. Greiðslumark sem boðið…Lesa meira

true

2800 jarðskjálftar á sólarhring og stysta gos sögunnar

Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því eftirmiðdaginn í gær en glóð er enn í nýja hrauninu og svæðið því óstöðugt og varasamt. Að líkindum er gosið sem hófst á tíunda tímanum í gærmorgun það stysta í sögunni. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga…Lesa meira

true

Útgáfudagar Skessuhorns í apríl

Skessuhorn kom út í dag, 2. apríl. Framundan í mánuðinum eru páskar og sumardagurinn fyrsti er 24. apríl. Að vanda færa rauðir dagar hefðbundna útgáfu blaðsins úr skorðum. Skessuhorn kemur næst út miðvikudaginn 9. apríl á venjulegum útgáfudegi. Blaðið þar á eftir verður Páska- og sumarblað, og prentað degi fyrr en venjulega, þ.e. á mánudagskvöldi…Lesa meira

true

Rétt skal vera rétt

Tvær fréttir sem við birtum hér á vefnum í gær, 1. apríl, áttu ekki við rök að styðjast. Frétt þess efnis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja skatt á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur, ellegar að þeim yrði lokað, var röng. Þá hefur Hringur SH í Grundarfirði ekki verið seldur til Rútuferða ehf.Lesa meira