Fréttir
Myndin sýnir yfirfarna jarðskjálfta síðustu 12 klukkutímana. Ljósm. Náttúruvaktin

2800 jarðskjálftar á sólarhring og stysta gos sögunnar

Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því eftirmiðdaginn í gær en glóð er enn í nýja hrauninu og svæðið því óstöðugt og varasamt. Að líkindum er gosið sem hófst á tíunda tímanum í gærmorgun það stysta í sögunni. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en gikkskjálftavirkni við Reykjanestá hefur fært sig suðvestar í átt að Eldey. Náttúruvakt Veðurstofunnar segir að búast megi við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á meðan svæðið er að jafna sig.

2800 jarðskjálftar á sólarhring og stysta gos sögunnar - Skessuhorn