Fréttir
Anna Diljá Flosadóttir er spennt að sjá og heyra lagið sitt flutt í Hörpu. Ljósm. hig

Verk Önnu Diljár mun hljóma í Hörpu

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíðar og móta þær svo að úr verði fullskapað tónverk. Verkin eru flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Upptaktur er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar og verður í Hörpu föstudaginn 11. apríl. Anna Diljá Flosadóttir er nemandi í 5. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og spjallaði blaðamaður Skessuhorns við Önnu um verkið hennar.

Verk Önnu Diljár mun hljóma í Hörpu - Skessuhorn