Fréttir
Núverandi þingmenn. Ef niðurstaða kosninga væri eins og könnunin segir myndi Eyjólfur Ármannsson falla út en Hannes S Jónsson 2. maður á lista Samfylkingar koma í hans stað sem kjördæmakjörinn þingmaður.

Samfylkingin mælist nú stærst í Norðvesturkjördæmi

Í þjóðarpúlsi Gallup, sem unninn var dagana 3. - 31. mars um fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis, kemur fram að á landsvísu er Samfylking nú langstærsti flokkurinn með 27% fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 22%, Viðreisn með 15%, Miðflokkurinn með 9%, Flokkur fólksins með 8%, Framsókn með 6% og Sósíalistar með 5%. Píratar mælast með 4% og VG með 3% á landsvísu.

Samfylkingin mælist nú stærst í Norðvesturkjördæmi - Skessuhorn