Fréttir

Útgáfudagar Skessuhorns í apríl

Skessuhorn kom út í dag, 2. apríl. Framundan í mánuðinum eru páskar og sumardagurinn fyrsti er 24. apríl. Að vanda færa rauðir dagar hefðbundna útgáfu blaðsins úr skorðum. Skessuhorn kemur næst út miðvikudaginn 9. apríl á venjulegum útgáfudegi. Blaðið þar á eftir verður Páska- og sumarblað, og prentað degi fyrr en venjulega, þ.e. á mánudagskvöldi til að það nái í tæka tíð fyrir páska til allra áskrifenda, en það verður gefið út þriðjudaginn 15. apríl. Ekkert blað kemur út í viku 17 (vikan eftir páska) en síðasta blað mánaðarins gefið út miðvikudaginn 30. apríl. Útgáfudagar verða því alls fjórir í apríl.

Auglýsendum er bent á að frestur til að panta og skila inn auglýsingum í Páska- og sumarblað Skessuhorns er föstudaginn 11. apríl. Bendum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is og síma 433-5500.

Útgáfudagar Skessuhorns í apríl - Skessuhorn