Fréttir

true

Rýnt í ferðalög landsmanna innanlands

Ferðamálastofa hefur kynnt nýja könnun, sem unnin var af Gallup, um ferðalög landsmanna árið 2024 og hver séu áform landsmanna um ferðalög á þessu ári. Könnunin var framkvæmd í byrjun árs og sýnir að 85% landsmanna ferðuðust innanlands á síðasta ári en 93% hafa áform um að ferðast ýmist innanlands eða utanlands á þessu ári.…Lesa meira

true

Ný viðbygging á Krílakoti opnuð

Fyrir helgi var nýja viðbyggingin á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík formlega opnuð. Viðbyggingin hefur þegar verið tekin í notkun og hafa kampakát börn sem tilheyra eldri deildum leikskólans komið sér haganlega fyrir í nýjum húsakynnum. Framkvæmdin hefur í för með sér að leikskólinn stækkar að heild um 115 fermetra og stórbætir aðstöðu fyrir starfsfólk og…Lesa meira

true

Jörð skalf rétt fyrir klukkan 17

Tveir jarðskjálftar af stærðinni um fimm stig, sem áttu upptök sín við Reykjanestá, urðu laust fyrir klukkan fimm í dag. Fundust skjálftarnir mjög vel m.a. á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi, í Borgarnesi og upp um Borgarfjörð, meðal annars í Skorradal og Reykholtsdal. Vísindamenn telja líklegt að hér sé um svokallaða gikkskjálfta að ræða vegna spennubreytinga í…Lesa meira

true

Rútuferðir ehf festa kaup á Hring SH og breyta skipinu fyrir ferðaþjónustu

Guðmundur Runólfsson hf hefur selt togarann Hring SH-153 til ferðaþjónustufyrirtækisins Rútuferða ehf. Hjalti Allan Sverrisson var himinlifandi þegar fréttaritari Skessuhorns náði tali af honum eftir hádegið í dag. „Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd í kollinum og hafði samband á dögunum við G.Run hf um hvort að þetta gæti gengið upp,“ sagði Hjalti. Hugmyndin…Lesa meira

true

Sóley Rósa vann Upplestrarkeppni Vesturlands

Upplestrarkeppni Vesturlands fór fram í Þinghamri á Varmalandi á dögunum. Átta efnilegir nemendur frá fjórum grunnskólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni og sýndu framúrskarandi hæfileika í upplestri. Þátttakendur komu frá Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar og Auðarskóla í Búðardal. Hver og einn nemandi flutti sinn texta og ljóð að eigin vali.…Lesa meira

true

Atli í toppbaráttunni á sínu fyrsta spilakvöldi í bridds

Nýliðun er nauðsynleg í öllum félögum ætli þau að halda velli til lengri tíma. Það var því ánægjulegt í gærkvöldi þegar þrjú ungmenni settust í fyrsta sinn við spilaborðið í Logalandi þegar Bridgefélag Borgarfjarðar hélt vikulega keppni sína í tvímenningi. Helgina áður hafði Ingimundur Jónsson, driffjöðrin í starfi félagsins, haldið námskeið á Kleppjárnsreykjum þar sem…Lesa meira

true

Dreyrafólk keppti í tvígangi á götuleikum

Hestamannafélagið Dreyri hefur undanfarin ár haldið félögum til ánægju svokallaða Götuleika. Þar leiða saman hesta sína þeir sem eru við neðri götu og efri götu í hesthúsahverfinu. Leikarnir eru hver með sínu þema og hófust með grímubúningaleikum og tvígangur var á miðvikudag í liðinni viku. Síðasta mótið innan húss verður Smalinn og verður það miðvikudaginn…Lesa meira

true

Söngbræður ljúka vetrarstarfinu með tvennum tónleikum

Karlakórinn Söngbræður er um þessar mundir að ljúka vetrarstarfinu. Það gerir kórinn með tvennum vortónleikum. Þeir fyrri verða í Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 5. apríl kl. 20.00 en þeir síðari í Dalabúð Búðardal föstudaginn 11. apríl kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Viðar Guðmundsson bóndi í Miðhúsum á Ströndum en Kjartan Valdemarsson er undirleikari.…Lesa meira

true

Eldgos hafið skammt frá Grindavík

Eldgos hófst nú fyrir tæpum hálftíma í Sundhnjúks gígaröðinni á Reykjanesi. Gossprunga sem enn er að opnast teygði sig fljótlega í suðurátt í gegnum fyrra hraun og er nú komin yfir varnargarð sem umlykja Grindavík. Af myndum að dæma er gróðurhús ORF líftækni, vestan við varnargarðana, í línu við gossprunguna. Kvikuhlaup hófst við Sundhnúksgíga klukkan…Lesa meira

true

Samfélagsmiðlum og streymisveitum gert að innheimta virðisaukaskatt – ella verði lokað

Á fundi Ríkisstjórnar Íslands síðdegis í gær var samþykkt að leggja fram frumvarp nú í vikunni þess efnis að lokað verði hér á landi fyrir aðgang almennings að mörgum af þekktustu samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instragram, X, Snapchat og TikTok, samþykki eigendur og forsvarsmenn þessara miðla ekki að innheimta og að greiða til ríkissjóðs…Lesa meira