Fréttir
F.v. Páll Guðfinnur Guðmundsson stjórnarmaður G.Run, Hjalti Allan Sverrisson framkvæmdastjóri Rútuferða og Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.Run. Ljósm. tfk

Rútuferðir ehf festa kaup á Hring SH og breyta skipinu fyrir ferðaþjónustu

Guðmundur Runólfsson hf hefur selt togarann Hring SH-153 til ferðaþjónustufyrirtækisins Rútuferða ehf. Hjalti Allan Sverrisson var himinlifandi þegar fréttaritari Skessuhorns náði tali af honum eftir hádegið í dag. „Ég hef lengi gengið með þessa hugmynd í kollinum og hafði samband á dögunum við G.Run hf um hvort að þetta gæti gengið upp,“ sagði Hjalti. Hugmyndin er að nota skipið í ferðaþjónustu og mun það koma í ljós á næstu mánuðum hvernig verkefnið verður útfært. Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.Run var einnig sáttur með þessar málalyktir enda hefur frá því í haust staðið til að selja skipið. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en þó mátti sjá að báðir aðilar voru sáttir með viðskiptin.