
Texti og myndir: Guðlaugur Óskarsson
Dreyrafólk keppti í tvígangi á götuleikum
Hestamannafélagið Dreyri hefur undanfarin ár haldið félögum til ánægju svokallaða Götuleika. Þar leiða saman hesta sína þeir sem eru við neðri götu og efri götu í hesthúsahverfinu. Leikarnir eru hver með sínu þema og hófust með grímubúningaleikum og tvígangur var á miðvikudag í liðinni viku. Síðasta mótið innan húss verður Smalinn og verður það miðvikudaginn 9. apríl. Gæðingatölt 7. maí verður hins vegar haldið úti á hringvellinum.