Fréttir
Söngbræður hefja upp raust sína. Ljósm. úr safni frá sviðaveislu í Þinghamri.

Söngbræður ljúka vetrarstarfinu með tvennum tónleikum

Karlakórinn Söngbræður er um þessar mundir að ljúka vetrarstarfinu. Það gerir kórinn með tvennum vortónleikum. Þeir fyrri verða í Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 5. apríl kl. 20.00 en þeir síðari í Dalabúð Búðardal föstudaginn 11. apríl kl. 20.30.

Söngbræður ljúka vetrarstarfinu með tvennum tónleikum - Skessuhorn