Fréttir

Eldgos hafið skammt frá Grindavík

Eldgos hófst nú fyrir tæpum hálftíma í Sundhnjúks gígaröðinni á Reykjanesi. Gossprunga sem enn er að opnast teygði sig fljótlega í suðurátt í gegnum fyrra hraun og er nú komin yfir varnargarð sem umlykja Grindavík. Af myndum að dæma er gróðurhús ORF líftækni, vestan við varnargarðana, í línu við gossprunguna.

Kvikuhlaup hófst við Sundhnúksgíga klukkan 6:30 í morgun. Mældust yfir 200 skjálftar í aðdraganda gossins. Þetta er ellefta eldgosið á Reykjanesskaga frá 2021 og níunda gosið á Sundhnúksgígaröðinni.

Eldgos hafið skammt frá Grindavík - Skessuhorn