Fréttir

true

Veiðar vega þyngst í Snæfellsbæ en vinnslan í Grundarfirði

Ríkisstjórnin hefur boðað umdeildar breytingar á útreikningum veiðigjalds og samkvæmt áætlunum mun það tvöfaldast, fara úr 10 í 20 milljarða króna á ári m.v. forsendur síðasta álagningarárs (2024). Búast má við að þetta muni hafa neikvæð áhrif á atvinnugreinina og hafa sumir fært rök fyrir því að þau verði meiri á fiskvinnsluna en fiskveiðarnar. Af…Lesa meira

true

Kosið um verkfall í stóriðjunni á Grundartanga

Fram kemur í tveimur tilkynningum á vef Verkalýðsfélags Akraness í dag að framundan er kosning um verkfallsboðun bæði hjá starfsmönnum Elkem Ísland og Norðuráls á Grundartanga. Kjarasamningur við Elkem var felldur í atkvæðagreiðslu með 58% greiddra atkvæða starfsmanna. Þá eru liðnir þrír mánuðir frá því að kjarasamningur starfsmanna Norðuráls rann út og hefur ekkert þokast…Lesa meira

true

Ný stjórn tekin við í Mæðrastyrksnefnd Akraness

Á aðalfundi í Mæðrastyrksnefnd Akraness í gær var ný stjórn kosin. Í henni sitja Ingunn Hallgrímsdóttir, Sandra Björk, Herdís Jónsdóttir, Rósa Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Ríkharðsdóttir sem jafnframt er formaður. Tekur hún við keflinu af Maríu Ólafsdóttir sem stýrt hefur nefndinni undanfarin ár. Að sögn kvennanna í nýrri stórn verður fyrsta verkefni að reyna að finna…Lesa meira

true

World Class með hagstæðasta tilboðið í líkamsræktina á Jaðarsbökkum

Akraneskaupstaður óskaði á dögunum eftir tilboðum í leigu á bragganum við Jaðarsbakka, þar sem stefnt er að rekstri öflugrar líkamsræktarstöðvar. Um er að ræða um tvö þúsund fermetra íþróttahús sem losnar haustið 2025, þegar núverandi starfsemi flyst í nýtt íþróttahús á svæðinu. Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í gær var málið tekið fyrir og skiluðu tveir…Lesa meira

true

Ingunn Jóhannesdóttir kvödd með kökum og knúsi

Enn ein marengstertan var á borðum í Borgarnesi í dag en tilefnið var að Ingunn Jóhannesdóttir lætur nú að störfum hjá Borgarbyggð, eftir 39 ára starfsferil hjá sveitarfélaginu. Kristinn Óskar Sigmundsson tekur við starfi hennar sem forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Borgarbyggð og var margt um manninn þegar gestir heiðruðu hana í morgun. „Ég byrjaði árið 1986…Lesa meira

true

Óskar Þór kosinn þjálfari ársins í fyrstu deild

Árleg verðalaunahátíð KKÍ fór fram nú í hádeginu. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar úrvals- og fyrstu deildar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni sem lauk nýverið. Þjálfari ÍA í 1. deild karla, Óskar Þór Þorsteinsson, hlaut sæmdarheitið Þjálfari ársins en lið ÍA vann deildina í ár og um leið sæti í Bónus deild karla…Lesa meira

true

Jónas mun leggja nýjan göngustíg

Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit bauð fyrr á þessu ári út gerð göngu- og hjólreiðastígs meðfram Eiðisvatni en um er að ræða 3. áfanga verksins. Fyrri áfangar stígsins voru gerðir í tveimur áföngum árin 2021 og 2022 og liggja frá götunni Háamel í Melahverfi, að Eiðisvatni, meðfram vatninu, yfir Urriðaá og að tanga sem nefnist Grjótnes. Verkið nú…Lesa meira

true

Frábær sýning með boðskap sem á erindi til allra aldurshópa

Fíasól gefst aldrei upp ☆☆☆☆☆ Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Gréta Sigurðardóttir. Aðstoð leikstjóra: Sigurrós Sandra Bergsveinsdóttir. Leikarar : Ísabella Ósk Davíðsdóttir, Klara Dögg Tryggvadóttir, Kristján Pétur Runólfsson, ásamt samnemendum í 6. og 7. bekk grunnskólans í Grundarfirði. Umsjón með leikmynd: Dagbjört Lína Kristjánsdóttir og Dagný Rut Kjartansdóttir, ásamt nemendum, leikstjórum og starfsfólki skólans. Búningar: Gréta Sigurðardóttir, Sigurrós Sandra, ásamt…Lesa meira

true

Góðgerðarbingó gaf af sér

Á Sólardögum í FSN var haldið góðgerðarbingó meðal margra annarra viðburða. Þar kepptu nemendur og kennarar í bingói til styrktar Krabbameinsfélagi Snæfellsness. Þriðjudaginn 25. mars mættu þær Mjöll og Sirrý frá krabbameinsfélaginu og veittu styrknum viðtöku. Alls söfnuðust 55.500 kr sem voru millifærðar inná félagið. Á myndinni eru f.v. Mjöll Guðjónsdóttir frá Krabbameinsfélaginu, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir…Lesa meira

true

Ýmis óhöpp í umferðinni í síðustu viku

Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi að bifreið hafnaði utan vegar sunnan við Svignaskarð í vikunni sem leið. Engar skemmdir urðu á bifreiðinni og ekki slys á fólki. Fram kom hjá ökumanni að hann hefði sofnað við aksturinn með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbifreið kom á vettvang og veitti aðstoð við að koma bifreiðinni aftur inn…Lesa meira