Fréttir

true

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar síðdegis í gær. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði. Í síðari hluta kosningar var einnig í framboði Magnús Karl Magnússon prófessor og hlaut hann 47,6%…Lesa meira

true

Ferðaþjónusta á Breiðafirði í óvissu

Breiðarfjarðarferjan Baldur byrjar 1. júní í sumar siglingar undir stjórn nýs rekstraraðila. Þá munu Ferjuleiðir taka við siglingum af Sæferðum úr Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Skemmtiferðaskipakomur hafa verið stór hluti af ferðaþjónustunni í Breiðafirði því Sæferðir hafa rekið skemmtiferðaskipið Særúnu til margra ára þar sem farið hefur verið í siglingar um Breiðafjörð…Lesa meira

true

Taka við rekstri sundlaugarinnar að Hlöðum

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sl. miðvikudag var lagt fram tilboð frá Guðmundi Júlíussyni og Valdimar Inga Brynjarssyni í rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumrin 2025 og 2026. Helga Harðardóttir varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu á fundinum: „Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verksamningi og að gengið verði til samninga við Guðmund og Valdimar um rekstur sundlaugarinnar á…Lesa meira

true

Nostalgíu takturinn sló alla sýninguna

Leikhópurinn Kopar í Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Með allt á hreinu í Hjálmakletti. Þéttsetið var í salnum og fylgdust áhorfendur með þegar taktóða hljómsveitin steig fyrst upp á svið og náði að heilla gesti. Á milli atriða, þegar sviðsmenn hreyfðu til ýmsa leikmuni, spilaði hljómsveitin við hvern sinn fingur og var ávallt klappað…Lesa meira

true

Við fylgdum okkar tilfinningu

Rætt við Ulrike Taylor í Miklaholtsseli í Eyja- og Miklaholtshrepp um lífið í sveitinni Tignarlegt Hafursfellið er eitt af einkennisfjöllum Eyja- og Miklaholtshrepps en bærinn Miklaholtssel er staðsettur á milli grösugra brekkna, mýra og holts upp við fjallið og er útsýni yfir fjallgarð Snæfellsness og út að Snæfellsjökli. Hjónin Ulrike Taylor dýralæknir og Henning Lehmann…Lesa meira

true

Rafmagn tekið af í Brákarey á föstudaginn

Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með föstudeginum 28. mars kl. 13. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að…Lesa meira

true

Hvetur áhugasama til náms í lögreglufræði

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hvetur alla áhugasama um fjölbreytt og krefjandi starf í þágu samfélagsins til að sækja um nám í lögreglufræði. Nýverið var ákveðið að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt og þeim sem komast inn í lögreglunám. „Lögreglan er ein okkar mikilvægasta stétt. Hún sinnir margvíslegum verkefnum, allt frá því að…Lesa meira

true

Hafna erindi Félags eldri borgara um húsnæði leikskólans Skýjaborgar

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns þá sendi Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit, FEBHV, erindi til sveitarstjórnar um miðjan mars þess efnis að sveitarfélagið tryggi félaginu húsnæði leikskólans Skýjaborgar þegar leikskólinn verður fluttur í nýtt húsnæði í Melahverfi. Þá óskaði stjórn FEBHV eftir fundi við fyrsta tækifæri um húsnæðismál félagsins. Á fundi sveitarstjórnar…Lesa meira

true

Aðalfundur SSV ályktaði um neyðarfjárveitingu til vegamála

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í gær var samþykkt ályktun um vegamál. Þar skora samtökin á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi. „Þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir og ábendingar undanfarin ár um ástand þessara vega hefur lítið áunnist og í febrúar sl. keyrði um þverbak þegar tilteknir vegarkaflar urðu…Lesa meira

true

Daði Rafn og Sigrún Inga unnu upplestrarkeppnina á Akranesi

Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fyrir árið 2025 var haldin í Tónbergi í gærkvöldi og var vel mætt. Tólf nemendur í 7. bekk sem valdir höfðu verið eftir undankeppni úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla tóku þátt og voru sex nemendur frá hvorum skóla. Keppnin snýst um að leggja sérstaka rækt við hið talaða mál; vandaðan upplestur…Lesa meira