Fréttir

Taka við rekstri sundlaugarinnar að Hlöðum

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sl. miðvikudag var lagt fram tilboð frá Guðmundi Júlíussyni og Valdimar Inga Brynjarssyni í rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumrin 2025 og 2026. Helga Harðardóttir varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu á fundinum: „Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verksamningi og að gengið verði til samninga við Guðmund og Valdimar um rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum til næstu tveggja ára og felur sveitarstjóra undirritun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagða tillögu að gjaldskrá sundlaugarinnar og gildistöku hennar frá 1. maí nk.“

Taka við rekstri sundlaugarinnar að Hlöðum - Skessuhorn