
Leikskólinn Skýjaborg í Melahverfi. Ljósm. úr safni
Hafna erindi Félags eldri borgara um húsnæði leikskólans Skýjaborgar
Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns þá sendi Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit, FEBHV, erindi til sveitarstjórnar um miðjan mars þess efnis að sveitarfélagið tryggi félaginu húsnæði leikskólans Skýjaborgar þegar leikskólinn verður fluttur í nýtt húsnæði í Melahverfi. Þá óskaði stjórn FEBHV eftir fundi við fyrsta tækifæri um húsnæðismál félagsins. Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær var erindið tekið fyrir og þakkaði sveitarstjórn fyrir erindið og mun verða við ósk stjórnar FEBHV um fund.