
Hvetur áhugasama til náms í lögreglufræði
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hvetur alla áhugasama um fjölbreytt og krefjandi starf í þágu samfélagsins til að sækja um nám í lögreglufræði. Nýverið var ákveðið að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt og þeim sem komast inn í lögreglunám.