Fréttir
Stuðmenn og Gærurnar stóðu þétt saman. Ljósm. hig

Nostalgíu takturinn sló alla sýninguna

Leikhópurinn Kopar í Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Með allt á hreinu í Hjálmakletti. Þéttsetið var í salnum og fylgdust áhorfendur með þegar taktóða hljómsveitin steig fyrst upp á svið og náði að heilla gesti. Á milli atriða, þegar sviðsmenn hreyfðu til ýmsa leikmuni, spilaði hljómsveitin við hvern sinn fingur og var ávallt klappað með. Á milli atriða leið ekki langur tími og skiptingar á milli voru ávallt í flæði, þökk sé taktóðu hljómsveitinni, sviðsmönnum og leikstjórn. Stuðmenn náðu að sitja að kjötkötlunum í smá stund áður en Grýlurnar tóku yfir fyrri hluta sýningarinnar þegar hljómsveitin sló í lagið „Maó Gling“ og myndaðist mikil stemning í salnum. Óstöðvandi hlátraköll voru í hvert skipti sem Dúddi steig fram og fór með línu eða gjörning og sópaði Sigurjón Digri gestum út fyrir hlé.

Nostalgíu takturinn sló alla sýninguna - Skessuhorn