Fréttir
Marígull, hafkóngur, nákuðungur, kræklingur, skollakoppur, stórkrossi og fleiri tegundir af sjávarbotni eru meðal þess sem þekja veisluborðið um borð í Særúnu, tvíbytnu Sæferða í Stykkishólmi. Skipinu hefur verið siglt tvisvar á dag í tveggja tíma skoðunarferðir milli eyjanna á Breiðafirði. Myndin er tekin í ferð í júlílok 2023. Ljósm. mm

Ferðaþjónusta á Breiðafirði í óvissu

Breiðarfjarðarferjan Baldur byrjar 1. júní í sumar siglingar undir stjórn nýs rekstraraðila. Þá munu Ferjuleiðir taka við siglingum af Sæferðum úr Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Skemmtiferðaskipakomur hafa verið stór hluti af ferðaþjónustunni í Breiðafirði því Sæferðir hafa rekið skemmtiferðaskipið Særúnu til margra ára þar sem farið hefur verið í siglingar um Breiðafjörð og lífríki fjarðarins skoðað. Skessuhorn ákvað að hafa samband við nokkra sem tengjast siglingum um Breiðafjörð og rekstraraðila í ferðaþjónustu.

Ferðaþjónusta á Breiðafirði í óvissu - Skessuhorn