
Sigrún Inga og Daði Rafn voru glöð með sigurinn. Ljósm. vaks
Daði Rafn og Sigrún Inga unnu upplestrarkeppnina á Akranesi
Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fyrir árið 2025 var haldin í Tónbergi í gærkvöldi og var vel mætt. Tólf nemendur í 7. bekk sem valdir höfðu verið eftir undankeppni úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla tóku þátt og voru sex nemendur frá hvorum skóla. Keppnin snýst um að leggja sérstaka rækt við hið talaða mál; vandaðan upplestur og framburð og þjálfun í að koma fram fyrir hóp af fólki. Áður en keppnin hófst steig Valdís Marselía Þórðardóttir upp í pontu og hélt stutt ávarp.