Fréttir
Myndarleg marengsterta var í boði fyrir gesti þegar Ingunn tók á móti kveðjum og knúsi í íþróttahúsinu í dag. Ljósm. hig

Ingunn Jóhannesdóttir kvödd með kökum og knúsi

Enn ein marengstertan var á borðum í Borgarnesi í dag en tilefnið var að Ingunn Jóhannesdóttir lætur nú að störfum hjá Borgarbyggð, eftir 39 ára starfsferil hjá sveitarfélaginu. Kristinn Óskar Sigmundsson tekur við starfi hennar sem forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Borgarbyggð og var margt um manninn þegar gestir heiðruðu hana í morgun.

Ingunn Jóhannesdóttir kvödd með kökum og knúsi - Skessuhorn