
Góðgerðarbingó gaf af sér
Á Sólardögum í FSN var haldið góðgerðarbingó meðal margra annarra viðburða. Þar kepptu nemendur og kennarar í bingói til styrktar Krabbameinsfélagi Snæfellsness. Þriðjudaginn 25. mars mættu þær Mjöll og Sirrý frá krabbameinsfélaginu og veittu styrknum viðtöku. Alls söfnuðust 55.500 kr sem voru millifærðar inná félagið. Á myndinni eru f.v. Mjöll Guðjónsdóttir frá Krabbameinsfélaginu, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir frá Krabbameinsfélaginu.