
Ýmis óhöpp í umferðinni í síðustu viku
Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi að bifreið hafnaði utan vegar sunnan við Svignaskarð í vikunni sem leið. Engar skemmdir urðu á bifreiðinni og ekki slys á fólki. Fram kom hjá ökumanni að hann hefði sofnað við aksturinn með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbifreið kom á vettvang og veitti aðstoð við að koma bifreiðinni aftur inn á veg og hélt viðkomandi áfram för sinni.