Fréttir

true

Kennarar samþykktu innanhússtillögu en viðsemjendur undir feldi

Síðdegis í gær lagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fram innanhússtillögu til lausna kjaradeilu kennara á öllum skólastigum við ríki og sveitarfélög. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í gærkvöldi til að taka afstöðu til tillögunnar. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði svo í gærkvöldi eftir fresti til hádegis í dag og…Lesa meira

true

Um 60 manns starfa hjá Reykhólahreppi

Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2025 hefur verið birt á vef sveitarfélagsins. Í skýrslunni er samantekt um atvinnu- og húsnæðismál í sveitarfélaginu. Þar kemur fram að flest ársverk eru í landbúnaði í sveitarfélaginu. Störf við opinbera þjónustu, einkum Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð hafa mikið vægi í atvinnulífinu. Tæp 60 manns starfa hjá sveitarfélaginu. Aðrir…Lesa meira

true

Opinn dagur í Listaskólanum tókst vel

Laugardaginn 15. febrúar sl. var opinn dagur í Listaskóla Borgarfjarðar fyrir gesti og gangandi og tókst hann mjög vel. Í boði voru örtónleikar með nemendum, fræðsla um tónlistarnám almennt, kynning á námsleiðum, hljóðfærakynningar og óvænt atriði þar sem kennarar tróðu upp með jassskotið efni. Fram kemur á vef Borgarbyggðar að kennarar skólans voru á staðnum,…Lesa meira

true

Opnir dagar og árshátíð í FVA fóru vel fram – Myndir

Opnum dögum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er lokið í ár. Að sögn Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara var að þessu sinni í boði á Opnum dögum fjöldi viðburða, fræðsluerinda og heimsókna í skólanum þessa þrjá daga sem þeir fóru fram eða frá mánudegi til miðvikudags. Meðal annars var farið í hesthús, skopp, pílu og á…Lesa meira

true

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á 8589 tonnum af loðnu

Meira magn af loðnu mældist fyrir norðvestan land nú í febrúar en í janúar mælingum Hafrannsóknastofnunar. Það er meginástæðan fyrir því að stofnunin hefur nú uppfært ráðgjöf sína og heimilar 8.589 tonna veiðar. „Rannsóknaskipið Árni Friðriksson, ásamt uppsjávarveiðiskipunum Polar Ammassak og Heimaey hafa verið við loðnumælingar norður af Íslandi síðan 8. febrúar. Ekkert var að…Lesa meira

true

Bara Bistro í Borgarnesi stækkað

Eigendur Bara Bistro og leiguaðilar á Grímshúsi í Brákarey festu í gær kaup á annarri eign í Borgarnesi. Sú eign er sambyggð norðan við Bara Bistro og er við Brákarbraut 3. Þar var starfsemi Rauða krossins í Borgarnesi síðast til húsa. „Við vorum bara að skrifa undir kaupsamning en eigum eftir að fá öll leyfi…Lesa meira

true

Dansinn dunar í GB

Það er óhætt að segja að febrúar hafi verið dansmánuður í Grunnskólanum í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur Úlfljótsson danskennari fengið til sín alla árganga í félagsmiðstöðina Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að…Lesa meira

true

Sýning opnuð í vor um sögu laxveiða í Borgarfirði

Innan veggja Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri er verkefni í gangi sem felst í að gera sögu laxveiða í Borgarfirði góð skil. Áætlað er að sýningin verðir opnuð um svipað leyti og laxveiðiárnar verða opnaðar í sumar. Styrkir til verkefnisins hafa m.a. borist frá Safnasjóði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands auk styrkja frá veiðifélögum Gljúfurár, Hvítár og Norðurár. Þessi…Lesa meira

true

Skattafróðleiksfundur síðdegis í dag

Rætt var við Helenu Rós Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá KPMG „Við erum mjög spennt fyrir skattafróðleiksfundinum sem verður haldinn í dag, fimmtudaginn 20. febrúar, í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst klukkan 16:00. Þar verður farið yfir helstu breytingar á skattalögum sem hafa átt sér stað nýlega. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að fá innsýn í…Lesa meira

true

Landsbjargarhúfan komin í sölu

Landsbjörg hefur látið framleiða fyrir sig og selur nú húfu til fjáröflunar. Húfa þessi er framleidd í takmörkuðu upplagi. Að sögn Landsbjargar hafa viðtökur verið góðar. Líkt og í fyrra er húfan hönnuð í samstarfi við 66°Norður. Hún er hlý og endingargóð, framleidd úr ullarblöndu sem hentar björgunarsveitarfólki og í almenna útivist. Húfan í ár…Lesa meira