Fréttir

Landsbjargarhúfan komin í sölu

Landsbjörg hefur látið framleiða fyrir sig og selur nú húfu til fjáröflunar. Húfa þessi er framleidd í takmörkuðu upplagi. Að sögn Landsbjargar hafa viðtökur verið góðar. Líkt og í fyrra er húfan hönnuð í samstarfi við 66°Norður. Hún er hlý og endingargóð, framleidd úr ullarblöndu sem hentar björgunarsveitarfólki og í almenna útivist. Húfan í ár skartar endurskinsþráðum sem eykur sýnileika í skammdeginu.

Landsbjargarhúfan komin í sölu - Skessuhorn