
Hlynur Þór og Sóley Ósk fyrir utan Bara Bistro í Borgarnesi. Ljósm. hig
Bara Bistro í Borgarnesi stækkað
Eigendur Bara Bistro og leiguaðilar á Grímshúsi í Brákarey festu í gær kaup á annarri eign í Borgarnesi. Sú eign er sambyggð norðan við Bara Bistro og er við Brákarbraut 3. Þar var starfsemi Rauða krossins í Borgarnesi síðast til húsa. „Við vorum bara að skrifa undir kaupsamning en eigum eftir að fá öll leyfi og slíkt en mig dauðlangar að ráðast í framkvæmdir strax,“ segir Hlynur Þór þegar blaðamaður gengur inn í tómt húsnæðið á Brákarbraut 3 til að spjalla við eigendurna.