Fréttir
Frá opna deginum í Listaskólanum. Ljósm. Borgarbyggd.is

Opinn dagur í Listaskólanum tókst vel

Laugardaginn 15. febrúar sl. var opinn dagur í Listaskóla Borgarfjarðar fyrir gesti og gangandi og tókst hann mjög vel. Í boði voru örtónleikar með nemendum, fræðsla um tónlistarnám almennt, kynning á námsleiðum, hljóðfærakynningar og óvænt atriði þar sem kennarar tróðu upp með jassskotið efni.

Opinn dagur í Listaskólanum tókst vel - Skessuhorn