
Anna Heiða Baldursdóttir verkefnastjóri. Ljósm. hig
Sýning opnuð í vor um sögu laxveiða í Borgarfirði
Innan veggja Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri er verkefni í gangi sem felst í að gera sögu laxveiða í Borgarfirði góð skil. Áætlað er að sýningin verðir opnuð um svipað leyti og laxveiðiárnar verða opnaðar í sumar. Styrkir til verkefnisins hafa m.a. borist frá Safnasjóði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands auk styrkja frá veiðifélögum Gljúfurár, Hvítár og Norðurár. Þessi stuðningur gerir það að verkum að framkvæmdir við uppsetningu sýningarinnar fara að hefjast. Búið er að safna ýmsum sögum, myndum og munum sem tengjast laxveiði í héraðinu. Skessuhorn heyrði í Önnu Heiðu Baldursdóttur en hún er verkefnastjóri við undirbúning sýningarinnar.