Fréttir
Nemendur úr GB í dansæfingum í Óðali. Ljósm. GB

Dansinn dunar í GB

Það er óhætt að segja að febrúar hafi verið dansmánuður í Grunnskólanum í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur Úlfljótsson danskennari fengið til sín alla árganga í félagsmiðstöðina Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að því að fara í skóla landsins og kenna ungu fólki dans.

Dansinn dunar í GB - Skessuhorn