Fréttir

true

Dökkt útlit með loðnuveiðar

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafró, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar…Lesa meira

true

Bóndadagskaffi á Uglukletti

Mikil spenna og eftirvænting var hjá nemendum á Uglukletti í gærmorgun en þeir voru þá búnir að bjóða karlpeningnum sínum í bóndadagskaffi. Tekið var vel á móti gestum og voru þeir leiddir hingað og þangað um húsið til að fá sér kaffi, að púsla, að kubba eða skoða verk nemenda frá þessari og síðustu önn.…Lesa meira

true

Uppbyggingarsjóður Vesturlands með árlega úthlutun sína

Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands við hátíðlega athöfn í Grundarfirði í dag. Stjórn SSV skipar sex manna fagráð sem hefur það hlutverk að fara yfir umsóknir um styrki og vinna faglega tillögu um styrkveitingar fyrir úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs. Fagráðið fær allar tækar umsóknir til umfjöllunar og leggur mat á hvaða…Lesa meira

true

Vökunótt Arnardals sló í gegn

Föstudagskvöldið 17. janúar var sögulegt í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi þegar Vökunótt fór fram með pompi og prakt. Þessi árlegi viðburður er verðlaun fyrir unglinga í 8.–10. bekk sem tóku þátt í Þrettándabrennunni á vegum Akraneskaupstaðar. Í ár voru 172 unglingar sem lögðu sitt af mörkum við Þrettándabrennuna, og af þeim mættu 153 á Vökunóttina…Lesa meira

true

Pabbar og afar í Bóndadagskaffi á Akraseli

Í tilefni bóndadagsins var pöbbum og öfum og öðrum mönnum í lífi barnanna á leikskólanum Akraseli á Akranesi boðið í kaffi á milli kl. 8 og 10 í morgun. Þar var boðið upp á kaffi og nýbakað brauð auk þess sem hægt var að gæða sér á hákarli. Pabbar og afar létu sig ekki vanta…Lesa meira

true

Karlarnir i skúrnum opna í Borgarnesi

Margt var um manninn í gær þegar opnuð var aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara á Sólbakka 4 í Borgarnesi. Í sama húsnæði er Aldan með vinnustofu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu, en Aldan miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði. Boðið var upp…Lesa meira

true

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar heldur að vænkast

Þrír blotakaflar í vetur og þær vatnssparandi aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa bætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að nú er svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið byrjaði í sögulegu lágmarki. Staðan er enn vel undir meðallagi, en hefur þó…Lesa meira

true

Fundur vegna sameiningarviðræðna Skorradals og Borgarbyggðar

Í gærkvöldi fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi íbúafundur vegna þeirrar vinnu sem er í gangi til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Það var samstarfsnefnd um sameininguna sem boðaði til fundarins og fundarstjóri var Páll S Brynjarsson. Um nýliðin áramót voru 4.355 íbúar í Borgarbyggð og 75 í Skorradal. Ef af sameiningu verður munu…Lesa meira

true

Lions færði leikskólanum spjaldtölvur að gjöf

Í síðustu viku afhentu Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi Sigrúnu Þórsteinsdóttur spjaldtölvur að gjöf fyrir leikskólann í Stykkishólmi. Frá vinstri á mynd er Nadine Walter formaður Lionsklúbbsins Hörpu, Þorsteinn Kúld formaður Lionsklúbbs Stykkishólms og Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri.Lesa meira

true

Fengu vilyrði fyrir tveimur hraðhleðslustöðvum í Stykkishólmi

Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms síðasta mánudag kom fram að bæjarráð hefði veitt HS Orku vilyrði um aðstöðu/lóð við hlið Atlantsolíu á Aðalgötu 35 á fundi sínum 20. júní 2024. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að undirbúningi málsins sem lagt yrði aftur fyrir ráðið þegar samningsdrög lægju fyrir. Forsaga málsins er sú að á…Lesa meira