
Sigöldustöð. Ljósm. Landsvirkjun.
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar heldur að vænkast
Þrír blotakaflar í vetur og þær vatnssparandi aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa bætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að nú er svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið byrjaði í sögulegu lágmarki. Staðan er enn vel undir meðallagi, en hefur þó skánað það mikið að ekki telst ástæða til að halda áfram endurkaupum af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, eins og heimild er til í samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun.