
Leiðarlínur fjögurra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum dagana 16.-23. janúar 2025 og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum. Teikning: Hafró
Dökkt útlit með loðnuveiðar
Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafró, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar eru núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum sem eftir standa og munu þær klárast um eða eftir helgi.“