
Svipmynd af fundinum. Ljósm. mm
Fundur vegna sameiningarviðræðna Skorradals og Borgarbyggðar
Í gærkvöldi fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi íbúafundur vegna þeirrar vinnu sem er í gangi til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Það var samstarfsnefnd um sameininguna sem boðaði til fundarins og fundarstjóri var Páll S Brynjarsson. Um nýliðin áramót voru 4.355 íbúar í Borgarbyggð og 75 í Skorradal. Ef af sameiningu verður munu íbúar því verða 4.430. Miðað við íbúafjölda var mæting á kynningarfundinn fremur dræm, en hann sátu tæplega 30 manns, álíka margir frá hvoru sveitarfélagi sem í hlut á.