
Yfir 150 krakkar mættu á Vökunótt Arnardals. Ljósm. akranes.is
Vökunótt Arnardals sló í gegn
Föstudagskvöldið 17. janúar var sögulegt í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi þegar Vökunótt fór fram með pompi og prakt. Þessi árlegi viðburður er verðlaun fyrir unglinga í 8.–10. bekk sem tóku þátt í Þrettándabrennunni á vegum Akraneskaupstaðar. Í ár voru 172 unglingar sem lögðu sitt af mörkum við Þrettándabrennuna, og af þeim mættu 153 á Vökunóttina sem er einstaklega góð mæting. Arnardalsráð og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sáu um skipulagningu og framsetningu á metnaðarfullri dagskrá sem hófst klukkan 21 og stóð óslitið fram til 06:30 næsta morgun.