
Fjölmenni mætti á opnunarhátíðina. Ljósm. hig
Karlarnir i skúrnum opna í Borgarnesi
Margt var um manninn í gær þegar opnuð var aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara á Sólbakka 4 í Borgarnesi. Í sama húsnæði er Aldan með vinnustofu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu, en Aldan miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði.